top of page

ÞJÓNUSTA

If you feel the desire to write a book, what would it be about__edited.jpg
UMSJÓN SAMFÉLAGSMIÐLA

Með þér myndum við stefnu, tón og dagskrá allra þinna samfélagsmiðla, hvort sem það er Facebook, Instagram, X, LinkedIn eða Threads og við sjáum um rest!

Textagerð, myndvinnsla, skipulag, birtingar - allt þetta verður á okkar borði, svo þú getir einbeitt þér að stóru málunum.

Vitaskuld er allt gert í samráði við þig og þitt fyrirtæki, svo það fer ekkert í loftið sem ekki hefur verið skoðað og samþykkt fyrir fram!

Image by Rodion Kutsaiev
If you feel the desire to write a book, what would it be about__edited.jpg
Image by Brett Jordan
MARKPÓSTAR OG VEFAUGLÝSINGAR

Eins gagnlegir og samfélagsmiðlar eru þá eru þeir ekki alltaf nóg, einir og sér. Við hjá Tvípunkti höfum margra ára reynslu í umsjón póstlista og framleiðslumarkpósta, svo hægt sé að rækta sambandið og viðhalda tengslum við þína viðskiptavini.

„Þeir fiska sem róa“ mælti skáldið einu sinni, en það er líklegra til árangurs að vera með rétt veiðarfæri!
Með vandlega útfærðum Google auglýsingum getum við svo hjálpað þér að ná til nýrra - og réttra - kúnna.

VEFGREININGAR OG LEITARVÉLABESTUN

Það skiptir miklu máli að þú vitir hvernig almennilega hvernig heimasíðan þín virkar og hvernig fólk notar hana. Með ítarlegum vefgreiningum á heimsóknum, flæði og notkun heimasíðunnar þinnar má glögglega sjá hvað virkar vel og hvað mætti betur fara - allt svo þú getir nýtt hana sem best!

Það gefur auga leið að fyrst þarf fólk að finna heimasíðuna þína áður en það getur notað hana. Því skiptir leitarvélabestun (SEO) afar miklu máli - og þar komum við sterk inn!

Image by Stephen Phillips - Hostreviews.co.uk
If you feel the desire to write a book, what would it be about__edited.jpg
Image by Melanie Deziel
TEXTAGERÐ OG PRÓFARKALESTUR

Það má segja að öll ofangreind atriði séu nær tilgangslaus ef efnið sjálft er ekki nógu gott. Þar kemur mikilvægi góðrar textagerðar og vandaðs frágangs skýrt fram.

Við hjá Tvípunkti sérhæfum okkur í góðri og grípandi textagerð í öllum mögulegum stílum. Hvort sem efnið á að vera létt og hnyttið, formlegt og háfleygt eða eitthvað þar á milli, þá getum við aðstoðað þig!

Svo er fátt sem grefur jafnhratt undan trúverðugleika og slælegur frágangur. Því er prófarkalestur ákaflega mikilvægt skref í hvers konar ritstörfum.

bottom of page